Allir geta prófað - komdu í krullu!

Tímatafla Krulludaga - sjá hér.

Ice Cup - tímasetningar leikja:
Fimmtudagur: Kl. 18 og 20.30.
Föstudagur: Kl. 9.00, 11.30, 14.30 og 17.00.
Laugardagur: Kl. 9.00, 11.30 og 14.00.


Mikilvægt: Ef þú ætlar að koma og prófa krullu þarftu að vera í hreinum og stömum skóm. Gott er að vera í teygjanlegum buxum og að öðru leyti þannig að þér verði ekki kalt. Við útvegum síðan þann búnað sem þarf.

Dagana 29. apríl til 7. maí 2011 stendur Krulludeild Skautafélags Akureyrar fyrir Krulludögum í tilefni af 15 ára afmæli deildarinnar, en hún var stofnuð 22. maí 1996.

Lögð er áhersla á að fólk sem aldrei eða sjaldan hefur prófað krullu fái tækifæri til að koma á svellið og prófa, fá leiðbeiningar frá vönu fólki og taka síðan þátt í stuttu móti - til dæmis fyrirtækja- og hópakeppni, kvennamóti, framhaldsskólamóti, grunnskólamóti eða öðrum sem í boði verða. Dagskrá Krulludaga má finna undir sér flipa hér á vefnum.

Krullufólk sem þegar stundar íþróttina fær einnig tækifæri til aukaæfinga og vonandi verður hægt að bjóða upp á einhvers konar námskeið eða kennslu.

Camilla Jensen, þú og liðið þitt
Meðal leiðbeinenda á Krulludögum eru Camilla Louise Jensen og Mark Callan.
Camilla hefur keppt fyrir hönd Danmerkur á Ólympíuleikum, Heimsmeistaramótum og Evrópumótum og meðal annars unnið til silfurverðlauna á HM. Mark hefur unnið við að undirbúa krullusvell á fjölda stórmóta um allan heim.

• Frá mánudagsmorgni fram á miðjan dag á fimmtudegi gefst liðunum sem taka þátt í Ice Cup kostur á að bóka liðstíma (2-3 klst.) með Camillu Jensen. Camilla tekur þá liðið fyrir, fylgist með leikmönnum, fer yfir ýmis tækniatriði og aðstoðar liðið og liðsmenn við að bæta sig. Liðstími með Camillu kostar 5.000 krónur.
• Tvö lið geta einnig bókað saman tíma á svellinu, spilað leik sem Camilla horfir á og gefur síðan umsögn til liðsmanna eftir leikinn.
• Einstaklingar geta bókað einkatíma með Camillu til að fara yfir tæknileg atriði og bæta sig í íþróttinni. Leitið upplýsinga um verð.


Hafðu samband, pantaðu tíma og fáðu upplýsingar um verð:

Haraldur Ingólfsson - haring@simnet.is - 824 2778 (mótanefnd)
Hallgrímur Valsson - hallgrimur@isl.is - 840 0887 (formaður Krulludeildar)