Leiga fyrir hópa

Hópar, stórir og smáir, geta leigt sér tíma á svellinu, frá einni upp í sex brautir, frá einum manni upp í 50 manna hóp, fengið leiðbeiningar frá vönu fólki og notið þess síðan að leika sér í krullu eða halda sitt eigið hraðmót, til dæmis innan fyrirtækisins, vinahópsins eða einhvers annars hóps. Við getum aðstoðað við skipulagningu þannig móta ef óskað er.

Viðmiðið er að hámark 8 manns séu saman á braut (2 lið). Í Skautahöllinni á Akureyri eru 6 krullubrautir.

Við viljum vekja sérstaka athygli á að Krulludagar 2011 eru kjörið tækifæri fyrir bekkjardeildir að koma saman og gera eitthvað skemmtilegt og óvenjulegt - fara í krullu! Mögulegt er að enda kvöldið með því til dæmis að panta pítsu og borða saman í Skautahöllinni, eða semja við Krulludeildina um einhvers konar veitingar.

Viðmiðunartími á svellinu er 1:45 klst. og kostar 500 krónur á mann.

Hafðu samband, pantaðu tíma og fáðu upplýsingar:
Harlaldur Ingólfsson - haring@simnet.is - 824 2778 (mótanefnd)
Hallgrímur Valsson - hallgrimur@isl.is - 840 0887 (formaður Krulludeildar)

Við erum að sjálfsögðu á Facebook undir heitinu „Krulludagar 2011“
Vefurinn Krulludeildar Skautafélags Akureyrar er www.curling.is og www.sasport.is/krulla.