Mót fyrir alla

Kvennamót, Grunnskólamót, Framhaldsskólamót, Fyrirtækja- og hópaekeppni – krullutímar fyrir alla

Á Krulludögum 2011 verður meðal annars boðið upp á opna tíma fyrir almenning þar sem hver sem er getur komið og fengið leiðbeiningar um undirstöðuatriði íþróttarinnar.

Einnig er í boði að t.d. vinnustaðahópar eða aðrir hópar panti sérstakan tíma, fái kennslu og haldi jafnvel sitt eigið hraðmót innan hópsins - og þá með aðstoð okkar ef óskað er. Við erum líka opin fyrir nýjum hugmyndum og tilbúin að skipuleggja mót á milli svipaðra vinnustaða, t.d. bankamót, búðamót, keppni milli bæjarstofnana, skola, ríkisstofnana og svo framvegis.

Boðið verður upp á ýmis sérmót ef þátttaka verður næg, t.d.:
- Kvennamót
- Grunnskólamót
- Framhaldsskólamót
- Fyrirtækja- og hópakeppnir
- Nýliðamót
- Firmakeppnir

Helstu upplýsingar um mótin:
- Flest mótin yrðu miðuð við að þau væru opin fyrir alla nýliða í íþróttinni. Nýliði er sá sem ekki stundar íþróttina að staðaldri.
- Í einhverjum tilvikum er mögulegt að liðsskipan verði þannig að einn eða tveir vanir spili með hverju liði, eða hverju liði til aðstoðar, það fer eftir aðsókn og aðstæðum hverju sinni.
- Hvaða fjórir nýliðar sem er geta myndað lið og skráð sig til leiks í það mót sem við á fyrir hvern einstakan hóp, eða þá að einstaklingar geta skráð sig til leiks og munu skipuleggjendur þá raða stökum leikmönnum saman í lið. Í grunnskólamótinu og framhaldsskólamótinu eru engin takmörk fyrir fjölda liða frá hverjum skóla.
- Í fyrirtækja- og hópakeppni eru engin takmörk á fjölda liða frá hverjum vinnustað.
- Æskilegt er að allir þátttakendur í mótunum mæti fyrst á opið hús, kennslu eða í stuttan æfingatíma á Krulludögum til að fá leiðbeiningar um undirstöðuatriði íþróttarinnar áður en tekið er þátt í móti. Einnig er mögulegt að panta hóptíma eða einkatíma á svellinu ef einhverjir hafa áhuga á að undirbúa sig sérstaklega vel.
- Hraðmót, stuttir leikir, reiknað með að mót taki 3-4 tíma með öllu og klárist á einu kvöldi, líklega verður kvennamótið þó á tveimur kvöldum.
- Fjórir leikmenn í hverju liði, má hafa fimmta mann til vara.
- Þátttökugjald er 500 krónur á mann – 2.000 krónur á lið.
- Í firmakeppni verður mögulega samið við fyrirtæki um að greiða þátttökugjald, 10.000 krónur, og síðan myndu þátttakendur spila undir merkjum þeirra fyrirtækja sem styrkja mótið.

Sjá einnig nánari upplýsingar um skólamótin hér.

Allar upplýsingar og skráning:
Haraldur Ingólfsson – haring@simnet.is – s. 824 2778
Hallgrímur Valsson – hallgrimur@isl.is – s. 840 0887

Við erum að sjálfsögðu á Facebook undir heitinu „Krulludagar 2011“.
Vefur Krulludeildar Skautafélags Akureyrar er www.curling.is og www.sasport.is/krulla.